Ítölsk kjötsúpa
Fyrir 6 um 10 gr af kolvetnum í skammti.
500. gr nautakjöt
2 Rauðlaukar
2 stórar gulrætur.
2 stilkar sellerí
½ rauð paprika
4-5 hvítlauksrif
1 dós niðursoðnir tómatar (400 gr)
2 dósir tómatpurée (70 gr)
4 tsk rautt pestó
8. dl vatn
olía til steikingar
1 dós sýrður rjómi
Krydd;
4 tsk Oregano.
2 tsk basil.
2-3 tsk svartur pipar.
2 teningar grænmetiskraftur
1. Skerið nautakjötið niður, kryddið með svörtum pipar og steikið.
2. Skerið allt grænmetið niður og steikið það þar til að það er mjúkt
3. Setjið restina í pottinn, fyrir utan sýrða rjómann, og látið malla. Því lengur því betra. Setjið slettu af sýrða rjómanum út á hvern disk áður en borið er fram.
4. Berið fram með fersku salati. Mjög vel gestahæft og börn elska þessa súpu !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.