Nautakjöt í rjómasósu

Nautakjöt í rjómasósu

Uppskriftin er fyrir fjóra, 4

2 msk. matarolía
600 g nautakjöt (lund)
salt og pipar eftir smekk
100 g sveppir
100 g beikon
1 msk. smjör
2 msk. beikonostur
1/2 L rjómi

1. Hitið olíuna á pönnnu. Skerið lundina í fallega bita og brúnið í olíunni. Kryddið með salti og pipar. Takið kjötið af pönnunni og geymið.

2. Skerið sveppi í grófar sneiðar og beikon í bita. Bætið smjöri út á pönnuna og steikið beikonð og sveppina á háum hita í u.þ.b. fimm mínútur.

3. Bætið kjötinu út í og hellið rjómanum og ostinum yfir. Hrærið vel í og látið malla í 5-10 mínútur, eða þar til sósan hefur þykknað hægt er að nota lambakraft til að bragðbæta sósuna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður "vinur", rosalega var þetta formlegt hjá þér...  gott að heyra alla vegana að þú sért enn á lífi, heyri vonandi í þér á næstunni

Einhver (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband