Góðan dag gott fólk.
Ég er ekki mikil kaffihúsa maður, ég hef gert lítið af því að fara á kaffi hús og hitta fólk því miður, það er ekki það að mig skorti vini eða tíma alls ekki það er bara að í þessi fáu skipti sem ég hef farið á kaffihús þá eru oftast svo mikil læti þar inni að það er ekki hægt að tala saman mér finnst bara ekki gaman að öskra á milli ég fann reyndar einu sinni gott kaffihús það hét litli ljóti andarunginn þetta kaffihús var staðsett í lækjargötu i kjallara rétthjá þar sem gamli skalli var það einhver Kínastaður þar núna en allavega þessi staður var rólegur kósý og góð þjónusta þar , síðast þegar ég frétti var búið að breyta honum i gay bar synd, það er nú orðið langur tími síðan ég fór síðast og fékk mer bolla en um daginn lét ég verða af því reyndar fór ég á kaffihús slass bakarí hehe uppí mosó við hliðina á krónunni það voru mjög fáir þarna inni, ég labbaði að afgreiðslukonunni sem var fullorðin kona smá ömmuleg og sagði einn kaffi takk hún brosti til mín um leið og hún horfði á sixpensarann sem ég var með á höfðinu og sagði þetta minnir mig á gömlu dagana er þetta komið í tísku aftur spurði hún já sagði ég en það sem hún vissi ekki var að ég hafði litla hugmynd um það sjalfur hehe ég var ný búinn að kaupa hana í hagkaup frábært sagði hún hún fer þér bara nokkuð vel ég þakkaði henni fyrir hrósið borgaði og settist útí horn við gluggann þar sem ég hafði ágætis útsýni yfir bílastæðið kannski ekki flottasta útsýni í heimi en það dugði mér og þegar ég sat þarna með sixpensarann á höfðinu drakk kaffið mitt og horfði út um gluggann þá fannst mér eins og það kæmi yfir mig smá menningar sjokkur og mér leið æðislega allar áhyggjur hurfu og ég var allt í einu einn í heiminum þetta var góð tilfinning og ég hugsað með mer að ég gæti nú alveg vanist þessu það kom smá glott á mig þegar ég stóð upp og lappaði útí bíl ætli þessu fólki sem stundar kaffihús dagleg líði eins og mér ? eða var þetta bara ég.
Athugasemdir
Hélt nú að menningar sjokk væri nú yfirleitt ekki tengt við góðar tilfinningar. það er kannski að breytast, eins og allt annað...
Inga (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 10:53
En ég er nú alveg sammála að Litli Ljóti Andarunginn var mjög kósý :) Ekki það að ég hafi mikla reynslu af kaffihúsum heldur
Inga (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 10:59
það er oftast kósý að kíkja á kaffihús, ef maður finnur notalegt kaffihús. Ég er sammála þér að oft eru mikil læti og erfitt að spjalla saman, en hélt að það væri einmitt tilgangurinn með því að setjast saman á kaffihús :)
Við verðum að bæta úr þessu Ég er alveg til í að kíkja upp í Mosó fljótlega og hafa það kósý yfir kaffisopa.
Lovísa (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.