Hér er eilífðin sem björt var áður
en svört er nú
sóma fólk og svartir sauðir
tóku lán til að kaupa sér bú og betra líf
þetta er útúr kú
og hvar er stefnan nú
þingmenn og annað hyski
henda í okkur þunnildum og öðrum fiski
og segja okkur að bíða þetta mun lagast
en stefnan er sú að þetta er alltaf að dragast
þetta mun aldrei lagast því þeim er alveg sama
þeir þurfa ekki að svellta gráta og betla
þetta hyski lifir ekki á þunnildum og fiski
nei það er læri hryggur og humar á þeirra diski.
F.A
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.